Um Go Car Rental

Go Car Rental (gcr ehf.) er íslenskt fyrirtæki sem var stofnað árið 2011. Það byrjaði með hugmyndinni um að geta útvegað ferðalöngum bílaleigubíl á viðráðanlegu verði og að veita bestu mögulegu þjónustu með staðbundinni þekkingu okkar.

Owners of Go Car Rental in Iceland standing in snow on a mountain

Sagan Okkar

Jón Óli og Steinarr Lár kynntust þegar Steinarr tók að sér kennslu í Frumkvöðlafræði fyrir útsriftarnema í Verzlunarskóla íslands. Jón Óli bar þar höfuð og herðar yfir samnemendur sína og Steinarr réð hann af þeim sökum í vinnu þá um vorið í nýstofnað fyrirtæki sitt Kúkú Campers. Tveirum árum síðar hafði Jón Óli staðið sig svo vel að hann var tilbúinn til að leiða sitt eigið fyrirtæki. Steinarr stofnar þá Go Car Rental og setur Jón Óla í brúnna. Nú áratug síðar er félagið orðið leiðandi í þjónustu á bílaleigubílum á Íslandi sem hæst metna bílaleigufélag á íslandi bæði á Google og Facebook með 4,8 stjörnur af 5 mögulegum í umsagnir. Frá stofnun félgsins höfum við alltaf lagt meiri áherslu á góða þjónustu umfram flotastærð því ánægður viðskiptavinur er okkar mælikvarði á árangur.

Go Car Rental Iceland new office near Keflavik Airport.

Hægur en öruggur vöxtur til 10ára hefur skilað okkur umhverfi sem við getum hlúð að hverjum einasta viðskiptavin af alúð og festu. Í 2500fm2 húsnæði okkar að Fuglavík 43 Reykjanesbæ og starfsstöð í Helluhrauni 4 í Hafnarfirði rekum við alla þjónustu við okkar bifreiðar og getum tryggt að gæði og þjónusta séu ávallt samkvæmt væntingum. Með flota upp á 700 bifreiðar getum við mætt þörfum allflestra viðskiptavina. Við hlökkum til að koma þér á óvart í lipurð í samskiptum og samkeppnishæfum verðum.